Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eygló með Íslandsmet í 200m baksundi

28.03.2014

Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi setti í dag nýtt Íslandsmet þegar hún synti og sigraði 200m baksund kvenna á Opna danska meistaramótinu í sundi. Hún synti á 2:10,34 en gamla metið var tveggja ára gamalt, 2:10,38

Við óskum Eyglóu til hamingju með árangurinn og vonum jafnframt að þetta sé aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal á Íslandsmeistaramótinu í 50m laug sem fer fram í Laugardalslaug eftir 2 vikur.

 

 

Til baka