Heiðarskóli og Holtaskóli Grunnskólameistarar 2014
Í dag fór fram Grunnskólamót SSÍ í sundi 2014 í Laugardalslaug.
19 skólar tóku þátt en keppt var í tveimur flokkum; 5-7. bekk og 8-10. bekk og synt var í 8x25 metra boðsundi með frjálsri aðferð. 17 lið voru í yngri flokknum og 13 í þeim eldri.
Fyrst var keppt í undanrásum og komust 8 hröðustu úr hvorum flokki áfram í fyrri undanúrslit. 4 hröðustu af þeim komust svo áfram í seinni undanúrslit og tvær hröðustu sveitirnar kepptu svo í úrslitum í lokin. Mikil stemning myndaðist en um 350 manns voru á pöllunum þegar mest lét en Adolf Ingi Erlingsson var þulur og stjórnaði mannskapnum.
Úrslitin voru eftirfarandi:
Flokkur 5-7. bekkjar:
1. sæti - Holtaskóli - 2:08,13
2. sæti - Fossvogsskóli - 2:08,82
3. sæti - Foldaskóli - 2:11,11
Flokkur 8-10. bekkjar:
1. sæti - Heiðarskóli - 1:49,35
2. sæti - Akurskóli - 1:54,15
3. sæti - Holtaskóli - 1:57,32
Þeir skólar sem tóku þátt voru eftirfarandi:
Sunnulækjarskóli
Breiðholtsskóli
Vallaskóli
Hamraskóli
Árbæjarskóli
Foldaskóli
Fossvogsskóli
Ölduselsskóli
Þjórsárskóli
Hofstaðaskóli
Vættarskóli
Grunnskóli Borgarfjarðar
Laugarlækjaskóli
Gerðaskóli
Heiðarskóli
Holtaskóli
Laugarnesskóli
Salaskóli