Beint á efnisyfirlit síðunnar

ÍM50 2014 hefst á morgun

10.04.2014

Í fyrramálið hefst Íslandsmeistaramótið í 50m laug í Laugardalslaug. 

Mótið er í 6 hlutum og hefst keppni í undanrásum kl. 10 og úrlitum kl. 17:30. Undantekning er á þessu á sunnudeginum þegar úrslitin hefjast kl. 16:30. Í þetta sinn eru um 150 keppendur skráðir frá 12 félögum. 

Við minnum á tæknifund fyrir þjálfara/fararstjóra sem haldinn verður föstudagsmorgun kl. 8:45 í Pálsstofu (2. hæð í Laugardalslaug). Ólafur Baldurson verður yfirdómari í fyrramálið og sér um fundinn.

Þá minnum við einnig á kynningarfund fyrir þjálfara, formenn og aðstandendur félaga á Splash mótaforritinu sem haldinn verður strax eftir morgunhlutann á laugardaginn í Pálsstofu. Klaus sér um kynninguna.

SportTV sýnir beint frá úrslitahlutum mótsins.

Frekari upplýsingar má nálgast á ÍM50 síðunni:

http://www.sundsamband.is/sundithrottir/sundmot/im-50/

og með því að hringja í:

Emil (663-0423) eða Ingibjörgu (770-6066)

Hlökkum til að sjá ykkur um helgina - þetta stefnir í hörkumót!

Til baka