Fyrsta hluta lokið á ÍM50 í Laugardalslaug
Fyrsti hluti hófst í morgun með 400m skriðsundi. Mótið hefur gengið vel fyrir sig en helstu fréttir eru þær að hin 14 ára Karen Mist Arngeirsdóttir úr ÍRB setti tvö telpnamet í einu og sama sundinu. Hún synti 100m bringusund á mjög góðum tíma, 1:15,66 og bætti þar með 9 ára gamalt met Rakelar Gunnlaugsdóttur úr ÍA en það var 1:16,38. 50m millitíminn var einnig bæting á telpnameti Rakelar frá 2005 sem var 35,87. Karen Mist synti 50 metrana á 35,66. Við óskum Kareni Mist til hamingju með metin og treystum því að aðrir fylgi hennar fordæmi í næstu hlutum.
Úrslitin hefjast kl. 17:30 í kvöld.
Úrslit mótsins má sjá hér: http://sh.lausn.is/mot/2014/IM50/index.htm
Heimasíða IM50, tímasetningar mótshluta og annað má nálgast hér: http://www.sundsamband.is/sundithrottir/sundmot/im-50/