Þrjú met á öðrum hluta ÍM50
Þá er öðrum hluta ÍM50 lokið hér í Laugardalnum og fyrsta Íslandsmetið féll í 6. grein en það gerði Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH en hún bætti eigið met í 100m bringu, er hún synti á tímanum 1:08,62 en gamla metið var 1:09,48 frá því á ÍM50 í fyrra.
Karlasveit Fjölnis settu nýtt Íslandsmet í 4x200m skriðsundi hér í úrslitum á ÍM50. Þeir syntu á tímanum 7:46,24 voru langt undir gamla metinu sem var 7:58,82, sem sveit Ægis setti í árið 2006. Sveitina skipuðu þeir Hilmar Smári Jónsson, Jón Margeir Sverrisson, Daníel Hannes Pálsson og Kristinn Þórarinsson.
Stúlknasveit ÍRB slógu svo stúlknametið í 4x200m skriðsundi kvenna þegar þær syntu á 8:51,91. Þær enduðu í þriðja sæti í greininni. Gamla metið átti sveit ÍRB líka en það var 9:11,37.
Sveitina skipuðu þær Sylwia Sienkiewicz, Eydís Ósk Kolbeinsson, Sunneva Dögg Friðriksdóttir og Íris Ósk Hilmarsdóttir.
Til hamingju með árangurinn!
Undanrásir hefjast svo kl. 10 í fyrramálið og úrslit 17:30.
Hér má sjá allar upplýsingar um mótið:
http://www.sundsamband.is/sundithrottir/sundmot/im-50/