Beint á efnisyfirlit síðunnar

Íslandsmet í boðsundi í fimmta hluta ÍM50

13.04.2014Fimmta og næstsíðasta hluta var að ljúka hér í Laugardalslauginni á Íslandsmeistaramótinu í 50m laug.

Fyrsta skráða Íslandsmetið í 4x100 skriðsundi í beinum úrslitum kom í dag en tveir riðlar voru í greininni. Sigurvegari fyrri riðilsins, C sveit SH setti því Íslandsmet á tímanum 3:42,86 en sveitina skipuðu þau Predrag Milos, Kolbeinn Hrafnkelsson, Hrafnhildur Lúthersdóttir og Snjólaug Tinna Hansdóttir.

B sveit ÍRB synti á tímanum 4:21,25 sem skráist sem pilta/stúlkna met. Sveitina skipuðu þau Eiríkur Ingi Ólafsson, Karen Mist Arngeirsdóttir, Bjarndís Sól Helenudóttir og Ingi Þór Ólafsson.

Í seinni riðlunum var Íslandsmetið svo bætt þegar A sveit SH synti tímanum 3:42,86. Sveitina skipuðu þau Aron Örn Stefánsson, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Karen Sif Vilhjálmsdóttir og Ingibjörg K. Jónsdóttir.

Þá er vert að minnast á hana Kareni Mist Arngeirsdóttur úr ÍRB en hún bætti telpnametið í 50m baksundi í morgun, 35,50. Gamla metið átti hún sjálf frá því á föstudaginn sem var 35,66.

Úrslit hefjast kl. 16:30

ÍM50 síðan:

http://www.sundsamband.is/sundithrottir/sundmot/im-50/

Til baka