Beint á efnisyfirlit síðunnar

IMOC hefst á föstudaginn

29.04.2014

IMOC 2014, Opna Íslandsmótið í Garpasundi, verður haldið í Kópavogslauginni næstu helgi í samstarfi við Breiðablik. Keppt verður í sex brauta innilauginni og eru um 140 keppendur skráðir til leiks.

Mótið hefst seinni partinn á föstudag og er í þremur hlutum. Eftir síðasta hlutann á laugardaginn heldur Breiðablik veglegt lokahóf handa keppendum, starfsfólki og aðstandendum. 

Allar upplýsingar um mótið og lokahófið má sjá í upplýsingabréfinu á IMOC síðunni:

http://www.sundsamband.is/sundithrottir/sundmot/imoc

Til baka