Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þrjú dómaranámskeið á næstunni

30.04.2014

Þrjú dómaranámskeið verða í boði nú í maí á Akureyri, í Reykjanesbæ og í Kópavogi.

Á Akureyri er námskeiðið haldið í VMA, fimmtudaginn 8. maí kl. 17-21. Kennari verður Gunnar Viðar Eiríksson. Skráning er í netfang karen@vma.is eða lisabj@simnet.is. Verklegi hlutinn fer fram á Lionsmóti Ránar á Dalvík 10. maí.

í Reykjanesbæ fer námskeið fram fimmtudagskvöldið 8. maí kl. 18. Verklegi hlutinn fram á Landsbankamóti ÍRB sem haldið verður 9.-11. maí í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Skráning er í netfang sigurthor@hs.is.

Í Kópavogi verður námskeið fimmtudagskvöldið 22. maí kl. 18.00, verklegi hlutinn á Vormóti Breiðabliks sem haldið er 23-25 maí. Skráningar sendast á jon.hjaltason@vegagerdin.is

Nánari staðsetningar á bóklegu hlutunum í Reykjanesbæ og Kópavogi verða auglýstir von bráðar.

 

 

Til baka