Ísland tekur við forsæti í Norræna sundsambandinu (NSF)
Hörður J. Oddfríðarson, formaður SSÍ, tók í dag við forsæti í Norræna sundsambandinu. Embættið fylgir formennsku í SSÍ og Ísland mun vera í forsæti til ársins 2018. Hörður hefur verið í stjórn NSF frá árinu 2005. Megin markmið NSF er að styrkja og byggja upp sundíþróttir meðal þátttökuríkjanna, auka samvinnu þeirra og vera í forystu gagnvart örðu alþjóðlegu starfi í sundíþróttum.
Þing NSF er haldið í Færeyjum núna um helgina. Fyrir Íslands hönd sækja þingið ásamt Herði þau Hlín Ástþórsdóttir varaformaður SSÍ og Emil Örn Harðarson mótastjóri. Á þinginu voru staðfest ný og uppfærð lög NSF, ásamt töluverðum breytingum á reglum þess sem varða ýmsa keppni á þess vegum. Eistland sækir nú þing NSF í fyrsta skipti sem fullgildur meðlimur sambandsins eftir að hafa verið aukameðlimur í þó nokkur ár.
Á fyrstu myndinni má sjá Hörð taka í höndina á fráfarandi forseta NSF, Finnanum Sami Wahlman.
Á annarri myndinni ber að líta formenn sundsambandanna sjö. F.v. Eistland, Noregur, Danmörk, Finnland, Svíþjóð, Ísland og Færeyjar.
Á þriðju myndinni eru það svo allir þátttakendur þingsins sem stilltu sér upp.