Örítil breyting á UMÍ
Stjórn SSÍ samþykkti á fundi sínum 21. maí sl að drengir og telpur (13-14 ára) sem keppa á AMÍ hafi jafnframt keppnisrétt á UMÍ. Samþykkt stjórnar er eftirfarandi: "Tillaga um breytingu á reglugerð UMÍ, lagt til að 13-14 ára megi synda á UMÍ og fái löglega tíma að því gefnu að viðkomandi taki einnig þátt í AMÍ á sundárinu."
6. grein reglugerðar UMÍ lýtur þá svona út.
"Þátttökurétt hefur allt sundfólk sem skráð er í íslensk sundfélög og hefur uppfyllt skilyrði sem
um getur í 3. og 4. grein hér að ofan. Að auki eiga íslenskir ríkisborgarar búsettir erlendis
skráðir í félög erlendis þátttökurétt á mótinu í samræmi við reglur ÍSÍ og SSÍ um keppnis- og
þátttökurétt. Þá á það sundfólk í aldursflokkum drengja og telpna, sem keppir á
AMÍ það sama ár, keppnisrétt á mótinu í þeim greinum. Ekki eru veitt verðlaun í drengja og telpnaflokki.
Í boðsundum er keppt í opnum flokki 15 – 20 ára og pilta- og stúlknaflokki 15 – 17 ára.
Boðsundssveitir skulu skipaðar tveimur einstaklingum af hvoru kyni. Einn keppendi úr
drengja og telpnaflokkum getur keppt í opnum flokki 15 til 20 ára í boðsundum."