Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hrafnhildur með Íslandsmet - Leiðrétt

13.06.2014

Nú rétt í þessu setti Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH Íslandsmet í 100m bringusundi þegar hún bætti eigið met þegar hún synti á tímanum 1.08,57 á 51. "Seven Hill" mótinu í Róm.

Leiðrétt: Gamla metið var 1.08,62 sem hún setti á ÍM50 í apríl. Vel gert hjá Hrafnhildi sem á eftir að synda 50m og 200m bringusund á næstu dögum og verður spennandi að fylgjast með hvort hún bæti sig enn frekar.

Til baka