Telpnamet og stigastaða eftir 3. hluta AMÍ
Nú rétt í þessu lauk þriðja hluta AMÍ 2014 og er mótið því hálfnað. Eitt met féll í morgun en telpnasveit ÍRB bætti eigið met frá því í fyrra og syntu á tímanum 4.30,42. Gamla metið var frá því á ÍM25 í nóvember í fyrra og var 4.35,61. Sveitina í dag skipuðu þær Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir og Stefanía Sigurþórsdóttir. Myndin af stelpunum er fengin af Facebook síðu Sundráðs ÍRB.
Mótið hefur gengið gríðarlega vel og er stigastaðan svona eftir 30 greinar af 49:
-
1. ÍRB 600 stig
2. Ægir 295
3. SH 256
4. Breiðablik 187
5. Óðinn 172
6. KR 114
7. Fjölnir 89
8. ÍA 69,5
9. Ármann 51,5
10. UMFA 33
11. ÍBV 28
12. OSLF 11
13. Rán 8
14. Hamar 5
15. Stjarnan 4
16. Vestri 3