Gummi synti 61.1km á 24 tímum
28.06.2014
Til bakaGummi fékk góða félaga til sín á lokametrunum í dag. Jón Margeir sem vann gull á Ólympíuleikum fatlaðra 2012 synti með Gumma í 3 klst, einnig mættu til leiks Árni Már Árnason og Jakob Jóhann sem tóku þátt í Ólympíuleikunum í London 2012, ásamt fleiri góðum félögum.
Innilega til hamingju Gummi!