UMÍ hafið í Ásvallalaug
28.06.2014
Til bakaUnglingameistaramótið í sundi hófst nú kl. 10 í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Tæplega 100 keppendur á aldrinum 15-20 ára frá 11 félögum munu synda yfir helgina en mótið er keyrt í þremur hlutum í 50m laug og lýkur í hádeginu á morgun. Einnig mega þeir sundmenn, 13-14 ára, sem syntu á AMÍ og hafa lágmörk á UMÍ synda á mótinu en þeir eru ekki gjaldgengir til verðlauna.
Morgunhlutar hefjast kl. 10 en kvöldhlutinn hefst kl. 16 í dag.
Hér má nálgast upplýsingar um UMÍ á heimasíðu okkar
Hér má nálgast upplýsingar um UMÍ á heimasíðu Sundfélags Hafnarfjarðar en SH sér um framkvæmd mótsins í samstarfi við SSÍ.
Hér er hægt að skoða bein úrslit (live timing)