Ólympíuleikar Ungmenna í Kína
08.07.2014
Ólympíuleikar Ungmenna verða haldnir í Nanjing í Kína í ár og verða þeir settir þann 16. ágúst. Alþjóðasundsambandið (FINA) hefur gefið út hvaða sundmenn fá að synda á leikunum en það eru þau Kristinn Þórarinsson, Fjölni og Sunneva Dögg Friðriksdóttir, ÍRB. Þjálfari verður Arna Þórey Sveinbjörnsdóttir en hún starfar sem yfirþjálfari sunddeildar Breiðabliks.
Sundið fer fram dagana 17. - 22. ágúst og munum við fylgjast grant með.