Dagur 3 á EMU
12.07.2014
Til bakaÞriðja degi er nú lokið og var árangur íslensku krakkanna aðeins betri. Allt þetta fer í reynslubankann þeirra sem er jú mikilvægt þó svo að þau og við öll hefðum viljað sjá bætingar.
Íris Ósk synti 50 m. baksund, Kristinn synti 200 m. baksund og Sunneva Dögg 1500 m. skriðsund. Þau voru öll að synda betur í dag en undanfarna daga. Þó svo að þau hafi ekki bætt sig má sjá á þeim að þau eru ákveðnari og sjálfsöruggari.
Í dag syndir Kristinn 50 m. baksund, Íris Ósk 100 m. baksund og Þröstur 800 m. skriðsund. Síðan taka krakkarnir þátt í 4*100 m. fjórsund boðsundi.
Með kveðju frá EMU hópnum í Dordrecht.