Beint á efnisyfirlit síðunnar

EMU 2014 lokið

13.07.2014

Nú hafa allir íslensku keppendurnir lokið keppni á EMU.  Kristinn synti 400 m. fjórsund og bætti sig.  Fyrir undanrásir var hann í 35. sæti og endaði í 24. sæti.  Glæsilegt sund hjá honum og hann sáttur að geta endað mótið vel.
Krakkarnir fara á lokahóf sem haldið verður fyrir sundmennina á einu hótelinu hérna í borginni.  
Nú tekur við áframmhaldandi undirbúningur hjá Kristni og Sunnevu Dögg fyrir Kína ferðina í ágúst.  En dagurinn á morgunn verður nýttur til hvíldar og ferðalagsins heim.
Kveðjur frá EMU hópnum í Dordrecht.

Til baka