Anton Sveinn með glæsilegan árangur um helgina
20.07.2014
Til baka
Anton Sveinn McKee bætti eigið Íslandsmet í 200 metra bringsundi sem staðið hafði í nokkrar klukkustundir þegar hann synti á 2:10,72 mín í A-úrslitum á mót í Los Angeles í Bandaríkjunum í nótt. Um leið setti Anton Sveinn mótsmet og hafði sigur í greininni. Með þessu sundi hefur hann náð 14 sæti á heimslistanum í 200m bringusundi.
Íslandsmetið sem Anton Sveinn setti í undanrásum var 2:12,23 mín.
Anton Sveinn hefur verið í Alabama í tæpt ár og hefur sýnt miklar framfarir á þessu ári.
Á föstudaginn setti Anton einnig íslandsmet í 400m skriðsundi synti á tímanum 3.54.36 en hann átti gamla metið sem var 3.54.67.
Virkilega flottur árangur hjá Antoni um helgina.