Leikar hafnir á YOG og EM50
18.08.2014
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir reið á vaðið á EM50 í morgun í Berlín og náði góðum tíma í 50m flugsundi, 28,12 en það er um hálfri sekúndu betri tími en hún var skráð á. Hennar besti tími í greininni er aðeins 0,09 sekúndum betri en sundið í morgun skilaði henni í 33. sæti.
Í fyrramálið syndir Hrafnhildur Lúthersdóttir 100m bringusund og Ingibjörg Kristín syndir 100m skriðsund. Þá keppir Sunneva Dögg Friðriksdóttir í 800m skriðsund í Kína á morgun.
Í gær hóf Kristinn Þórarinsson keppni á Ólympíuleikum Ungmenna í Nanjing í Kína. Hann synti 100m baksund á tímanum 57,98 en það nægði honum ekki áfram í undanúrslit. Þá synti hann 200m fjórsund á 2:06,90. Ágætur tími sem skilaði Kristni í 15. sæti en 8 efstu synda til úrslita.
Ingibjörg Kristín Jónsdóttir reið á vaðið á EM50 í morgun í Berlín og náði góðum tíma í 50m flugsundi, 28,12 en það er um hálfri sekúndu betri tími en hún var skráð á. Hennar besti tími í greininni er aðeins 0,09 sekúndum betri en sundið í morgun skilaði henni í 33. sæti.
Í fyrramálið syndir Hrafnhildur Lúthersdóttir 100m bringusund og Ingibjörg Kristín syndir 100m skriðsund. Þá keppir Sunneva Dögg Friðriksdóttir í 800m skriðsund í Kína á morgun.