Kristinn og Sunneva luku keppni á YOG
26.08.2014
Um helgina luku þau Kristinn Þórarinsson og Sunneva Dögg Friðriksdóttir keppni á Ólympíuleikum Ungmenna í Nanjing í Kína.
Síðasta grein Kristins var 200m baksund og synti hann á 2.07,53 en hann var 6,79 sekúndum á eftir sigurvegara riðilsins.
Sunneva Dögg synti 400m skriðsund og endaði þriðja í sínum riðli á tímanum 4:32,75 en komst ekki í úrslit.