Beint á efnisyfirlit síðunnar

Uppbygging sundlauga á Íslandi

26.08.2014

Sundsamband Íslands hefur haft forgöngu um að einn af helstu yfimönnum Myrtha pools, Marcus Röttger, komi til Íslands og kynni framleiðslu fyrirtækisins fyrir því lykilfólki sem sér um sundlaugabyggingar á Íslandi.  Þannig er hægt að koma umræðu um uppbyggingar á sundíþróttaaðstöðu í farveg, auk þess sem raunhæfur valkostur við uppsteyptar og flísalagðar laugar er kynntur.  Við höfum boðað til fimm funda á fjórum stöðum á landinu af þessu tilefni.

1)      Miðvikudaginn 27/8 kl. 14:00 Reykjavík.  Allir áhugasamir eru velkomnir.

2)      Miðvikudaginn 27/8 kl. 18:15 Reykjavík (Íþróttamiðstöðin í Laugardal) fundur með stjórn SSÍ og mannvirkjanefnd.  Allir áhugasamir eru velkomnir.

3)      Fimmtudaginn 28/8 kl 13:00 Ísafjörður 

4)      Föstudaginn 29/8 kl. 9:30 Akureyri (Hofsbót 4)   Allir áhugasamir velkomnir.

5)      Föstudaginn 29/8 kl. 15:00 Akranes 

Hér er hlekkur á heimasíðu Myrtha pools.

Vinsamlega kynnið þeim sem áhuga og gagn kynnu að hafa af þessum fundum.

Myndir með frétt

Til baka