Uppbygging sundlauga á Íslandi
Sundsamband Íslands hefur haft forgöngu um að einn af helstu yfimönnum Myrtha pools, Marcus Röttger, komi til Íslands og kynni framleiðslu fyrirtækisins fyrir því lykilfólki sem sér um sundlaugabyggingar á Íslandi. Þannig er hægt að koma umræðu um uppbyggingar á sundíþróttaaðstöðu í farveg, auk þess sem raunhæfur valkostur við uppsteyptar og flísalagðar laugar er kynntur. Við höfum boðað til fimm funda á fjórum stöðum á landinu af þessu tilefni.
1) Miðvikudaginn 27/8 kl. 14:00 Reykjavík. Allir áhugasamir eru velkomnir.
2) Miðvikudaginn 27/8 kl. 18:15 Reykjavík (Íþróttamiðstöðin í Laugardal) fundur með stjórn SSÍ og mannvirkjanefnd. Allir áhugasamir eru velkomnir.
3) Fimmtudaginn 28/8 kl 13:00 Ísafjörður
4) Föstudaginn 29/8 kl. 9:30 Akureyri (Hofsbót 4) Allir áhugasamir velkomnir.
5) Föstudaginn 29/8 kl. 15:00 Akranes
Hér er hlekkur á heimasíðu Myrtha pools.
Vinsamlega kynnið þeim sem áhuga og gagn kynnu að hafa af þessum fundum.