Hrafnhildur með Íslandsmet í 100m bringusundi
27.08.2014Það er enginn tími til að taka því rólega hjá Hrafnhildi Lúthersdóttur, SH og Klaus Jurgen-Ohk þjálfara hennar því þau eru mætt til Doha í Qatar á Heimsbikarinn í 25m laug eftir að hafa eytt síðustu dögum í Berlín á EM50. Berlínarferðin heppnaðist gífurlega vel og svo virðist sem það breytist lítið þar sem Hrafnhildur stórbætti eigið Íslandsmet í 100m bringusundi í 25m laug þegar hún synti á tímanum 1:06,88 og hafnaði í þriðja sæti. Gamla metið var 1:07,26 og var sett í Dubai árið 2010.
Til baka