Þjálfaranámskeið 6. september kl 9.
29.08.2014Þjálfaranámskeið á vegum SSÍ verður haldið 6. September n.k. frá kl 09.00- 17.00 í sal hjá ÍSÍ eða í Pálsstofu, fer eftir fjölda.
Þetta námskeið hentar þeim sem vilja mæta á námskeið þar sem farið verður í TIES námsefnið á íslensku, en er einnig í boði fyrir þá sem hafa hug á því að koma á TIES námskeiðið 31. okt – 1. nóv n.k.
Námskeiðið í september er bóklegt og farið yfir grunninn í sundþjálfun.
Námskeiðið í október er bæði bóklegt og verklegt (meira verklegt)þar verður einnig upprifjun úr grunninum og hvernig hægt er að nota fræðin í sundlauginni.
Kostnaður er 10.000kr fyrir námskeiðið í september.
Nánari upplýsingar má finna hér: http://www.sundsamband.is/utbreidsla/thjalfaramenntun-ssi/
Kennari verður Brian Marshalls.
Vinsamlegast sendið inn skráningar til sundsamband@sundsamband.is fyrir fimmtudaginn 4. September.
Til baka