Laugarvarðapróf
12.09.2014Heil og sæl
Sundsambandið hefur ákveðið að bjóða uppá námskeið sérhæfðri skyndihjálp og björgun fyrir þjálfara á sundstöðum.
Markmið þessa námskeiðs er að auka þekkingu og færni þjálfara í að bregðast við neyðartilfellum á sundstöðum.
Finnbjörn Aðalheiðarson mun vera með námskeið helgina 20.-21 september n.k í Pálsstofu í Laugardalslaug.
Kennt verður báða dagana frá kl 9. -15.
Laugardaginn 20. sept verður farið í bóklega hlutann en verklegi hlutinn verður tekinn á sunnudeginum.
Vinsamlegast kynnið þetta fyrir ykkar félögum, en þjálfarar mega ekki sinna þjálfarastörfum nema hafa tekið þetta próf.
Kostnaður við þetta námskeið verður stillt í hóf en fer eftir fjölda,vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir kl 11 föstudaginn 19. september á
sundsamband@sundsamband.is
Til baka