Breiðablik óskar eftir þjálfara í sundskóla félagsins
15.09.2014Sunddeild Breiðabliks auglýsir eftir þjálfara til að kenna hjá félaginu veturinn 2014-2015.
Starfssvið:
Kennsla í Sundskóla deildarinnar sem ætlaður er fyrir 4-6 ára börn.
Kennsla í Salalaug og Sundlaug Kópavogs frá kl. 16:00-19:00 2-4 daga vikunnar.
Hæfniskröfur:
Reynsla af sundi og þjálfun.
Reynsla við að vinna með ungum börnum.
Stúdentspróf er skilyrði en sérhæfing í sundþjálfun og menntun í íþróttafræði er kostur.
Viðkomandi verður að geta unnið með börnum, vera þolinmóður, stundvís, heilsuhraustur og geta gefið af sér.
Nánari upplýsingar veitir Arnar Felix Einarsson í síma 867-0759. Umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila á netfangið arnarfe@gmail.com fyrir 20. september næstkomandi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Sunddeild Breiðabliks er eitt af fyrirmyndarfélögum ÍSÍ og fylgir stöðlum þar að lútandi. Þjálfun og kennsla fer fram á tveimur stöðum, í Salalaug og Sundlaug Kópavogs á Kársnesi. Nánar upplýsingar um sunddeildina er að finna á www.breidablik.is/sund.
Til baka