Beint á efnisyfirlit síðunnar

Æfinga- og fræðsludagur SSÍ

20.10.2014

Á laugardag síðastliðinn fór fram fyrsti æfinga- og fræðsludagur tímabilsins á vegum SSÍ en öllum þeim sem tóku þátt í landsliðsverkefnum á síðasta tímabili var boðið. 

Dagurinn byrjaði á hádegismat á Café Easy í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal en eftir hann flutti Eyleifur Jóhannesson erindi um starf sitt í Danmörku undanfarin ár en hann hefur gert mjög góða hluti með sundfélag Álaborgar síðan hann flutti út árið 2007 og verið valinn sundþjálfari ársins síðustu tvö ár í Danmörku. Eftir það tók Helga Sigurðardóttir sundkona við og fjallaði um næringu og heilbrigða matarhætti afreksfólks í sundi en Helga er næringarfræðingur að mennt.

Þegar þessu var af lokið hélt sundfólkið niður í Laugardalslaug þar sem fram fór sundæfing undir handleiðslu Eyleifs og Jacky Pellerin, landsliðsþjálfara. Leifi er hér á landi með part af sundfólki sínu í æfingabúðum og tóku þau því einnig þátt í æfingunni.

Góður dagur með góðum hópi og við þökkum Leifa og Helgu sérstaklega fyrir sem og öllum sem sáu sér fært að mæta.

Á meðfylgjandi myndum má sjá þá Leifa og Jacky fara yfir málin og sundhópinn góða sem tók þátt í æfingunni. Fleiri myndir má nálgast á Facebooksíðu SSÍ

Myndir með frétt

Til baka