Sunddeild Breiðabliks auglýsir eftir þjálfara fyrir yngri hópa. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf í byrjun janúar 2015.
Sundþjálfari
Sunddeild Breiðabliks auglýsir eftir þjálfara fyrir
yngri hópa. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf í byrjun janúar 2015.
Starfssvið:
Þjálfun C og D hópa í Salalaug.
Halda utan um iðkendaskrá sinna sundmanna og skrá mætingu.
Hafa frumkvæði að þátttöku á sundmótum í samvinnu við yfirþjálfara, sjá um skráningu
á sundmót og úrvinnslu gagna að móti loknu.
Hæfniskröfur:
Reynsla af sundþjálfun er nauðsynleg auk góðrar menntunar á sviði íþróttafræði.
Sérhæfð menntun í sundþjálfun er kostur.
Viðkomandi verður að geta unnið með unglingum og börnum og verið þeim góð
fyrirmynd.
Nánari upplýsingar veitir María Fanndal Birkisdóttir formaður sunddeildar
Breiðabliks í síma 845-5870. Umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf
skal skila á netfangið mariafb@hotmail.com
fyrir 7. nóvember næstkomandi. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Sunddeild Breiðabliks er eitt af fyrirmyndarfélögum ÍSÍ og fylgir stöðlum þar
að lútandi. Í deildinni er æft í fimm aldurshópum að jafnaði auk sundæfinga
fyrir fullorðna (Garpar). Þá stendur Sunddeild Breiðabliks einnig fyrir
sundnámskeiðum fyrir yngri börn og fullorðna að vetri og sumri. Þjálfun og
kennsla fer fram á tveimur stöðum, í Salalaug og Sundlaug Kópavogs á Kársnesi.
Nánar upplýsingar um sunddeildina er að finna á www.breidablik.is/sund.