Beint á efnisyfirlit síðunnar

Uppskeruhátið eftir ÍM25

31.10.2014

Eins og flestir vita nálgast Íslandsmeistaramótið í 25m laug óðfluga en það fer fram helgina 14. til 16. nóvember í Ásvallalaug í samstarfi við Sundfélag Hafnarfjarðar.

Eftir að mótið klárast á sunnudeginum hefur verið hefð að hafa uppskeruhátið og verður engin breyting þar á þetta árið. 

Uppskeruhátiðin verður haldin í hátíðarsal SH á efri hæðinni í Ásvallalaug. Stefnt er á að bjóða upp á góðan mat, skemmtiatriði og verðlaunaafhendingar. 

Nánari upplýsingar verða birtar hér á heimasíðunni og sendar félögum um leið og meira verður ljóst í þessum málum, s.s. verð og annað.

Einnig minnum við félögin á að hafa hiklaust samband við skrifstofu SSÍ ef þau luma á einhverjum skemmtiatriðum.

Til baka