Beint á efnisyfirlit síðunnar

4 Íslandsmet og 3 telpnamet á fyrsta degi ÍM25

14.11.2014

ÍM25 hófst með hvelli í morgun þegar Karen Mist Arngeirsdóttir úr ÍRB bætti eigið telpnamet í 100m bringusundi en hún synti á 1:12.88. Gamla metið var 1:13,01 frá því í júní á þessu ári. Karen Mist var ekki hætt því hún synti enn hraðar í úrslitum og bætti nokkurra klukkustunda gamalt met um tæpa sekúndu, 1:11,91. 

Þá var komið að Íslandsmetunum. Inga Elín Cryer, ÍBR, bætti eigið met í 400m skriðsundi þegar hún synti á 4:13,23 en gamla metið var frá 2012 - 4:14,24.

Eygló Ósk Gústafsdóttir, ÍBR, bætti einnig eigið met í 200m fjórsundi en hún fór á 2:13,10, gamla metið var frá því á ÍM25 í fyrra - 2:13,41. Eygló Ósk stórbætti einnig metið sitt í 200m baksundi. Gamla metið, einnig frá ÍM25 í fyrra, var 2:06,59 en hún synti á 2:04,78.

Þá lauk karlasveit ÍBR frábærum degi í lauginni með Íslandsmeti í 4x200m skriðsundi en þeir bættu met karlasveitar Fjölnis frá því í fyrra þegar þeir syntu á 7:33,98. Gamla metið var 7:34,50.

Viðbót: Það gleymdist að sjálfsögðu að nefna telpnametið hennar Hörpu Ingþórsdóttur, SH í 400m skriðsundi. Þar synti hún á tímanum 4:24,08 og bætti þar með fimm ára gamalt með Eyglóar Óskar um 2/100 úr sekúndu.

Myndir með frétt

Til baka