Beint á efnisyfirlit síðunnar

Eygló með 2 Íslandsmet og eina jöfnun á Íslandsmeti

15.11.2014

Þá er öðrum mótsdegi lokið á ÍM25 hér í Ásvallalaug og ber því að fara yfir árangur dagsins.

Eygló Ósk Gústafsdóttir, ÍBR, hélt uppteknum hætti og setti tvö Íslandsmet í úrslitahlutanum í dag og jafnaði eitt. Það fyrsta var í 50m baksundi þar sem hún synti á 27,45 og jafnaði þar þriggja ára gamalt met Ingibjargar Kristínar Jónsdóttur. Annað var um það bil 10 mínútum seinna í 100m fjórsundi þegar hún synti á 1:01,59 og bætti þar þriggja ára gamalt met Ragnheiðar Ragnarsdóttur sem var 1:01,72. Það þriðja var svo fyrsti sprettur í boðsundi þegar hún synti 100m baksund á 58,83 en gamla metið var 59,26 en það átti hún sjálf.

Leiðrétt: Metið hennar Ingibjargar Kristínar frá 2011 var 27,45 en ekki 27,49 og því jafnaði Eygló Ósk metið hennar.

Myndin af Eygló er fengin með góðfúslegu leyfi Guðmundar Harðarsonar.

Til baka