Beint á efnisyfirlit síðunnar

ÍM25 lokið - 2 Íslandsmet féllu í lokahlutanum

16.11.2014

Þá er keppni á ÍM25 lokið hér í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti enn eitt metið þegar hún synti 100m baksund á tímanum 58,58 sek. Eldra metið átti hún sjálf en það var 58,83. Karlasveit SH bætti svo metið í 4x100m fjórsundi þegar þeir Kolbeinn Hrafnkelsson, Viktor Máni Vilbergsson, Predrag Milos og Aron Örn Stefánsson syntu á tímanum 3:45,66 og bættu þar með sex ára gamalt met ÍRB sem var 3:47,13.

Nú tekur uppskeruhátíðin við en hún fer fram á neðri hæðinni hér í lauginni þar sem borðaður verður góður matur frá Grillvagninum, viðurkenningar veittar fyrir þátttöku í verkefnum SSÍ síðastliðið árið og einnig verða veitt verðlaun fyrir bestu afrek mótsins.

Myndir með frétt

Til baka