Beint á efnisyfirlit síðunnar

Inga Elín setti Íslandsmet í 400m skriðsundi

05.12.2014

Nú rétt í þessu synti Inga Elín Cryer á nýju Íslandsmeti í 400m skriðsundi á HM25 í Doha. Hún fór á tímanum 4:11,61 og er það bæting um tæpar 2 sekúndur á gamla metinu sem hún setti á ÍM25 í nóvember, 4:13,23. Tíminn skilaði henni í 27. sæti af 53 keppendum. 

Þá syntu þeir Kristófer Sigurðsson og Daníel Hannes Pálsson í 400m skriðsundi. Kristófer synti á 3:53,43 og hafnaði í 52. sæti. í 53. sæti á eftir honum kom svo Daníel á tímanum 3:57,71.

Úrslitasíða mótsins

Landsliðið í sundi á Facebook

Sundsamband Íslands á Facebook

Til baka