Beint á efnisyfirlit síðunnar

Samantekt eftir þriðja dag í Doha

05.12.2014

Segja má að stúlkurnar hafi verið í aðalhlutverki á þriðja degi HM-25 í Doha.

 

Hrafnhildur Lúthersdóttir stórbætti Íslandsmetið í 100m. bringusundi synti á 1:06,26mín., varð í 22. sæti af 56 keppendum.

Gamla metið var sett í Doha 27. ágúst og var 1:06,78mín. Hrafnhildi vantaði einungis 14/100 úr sek. til að komast inn í undanúrslit.

Keppnin er greinilega mjög hörð því 3 stúlkur þurfa að synda umsund (swim off) til að ákvarða hver þeirra verði 16. konan í undanúrslitunum. Stúlkurnar syntu allar á 1:06,13mín.

 

Inga Elín Cryer bætti íslandsmetið í 400 skriðsundi um 1,62sek í morgun. Inga Elín synti á 4:11,61mín. og varð 27 af 53 keppendum.

Bæting um 1,62sek frá því á ÍM-25 14. nóvember síðastliðinn.

 

Eygló Ósk Gústafsdóttir varð 10. í 200m baksundi á HM-25 í sundi, synti á sínum næstbesta tíma 2:04,97mín. (19/100 úr sek frá Íslandsmetinu).

Eygló Ósk komst ekki í úrslit þar sem einungis 8 fyrstu komast í úrslit.

Árangur Eyglóar er hinsvegar einn besti árangur  Íslendings á stórmótum í 25m. laug. Örn Arnarson gerði betur þegar hann var upp á sitt besta en líklega er þetta besti árangu Íslenskrar sundkonu á alþjóðlegu stórmóti í 25m laug.

 

Kristinn Þórarinsson hafnaði í 48. sæti í 50m. baksundi  á 25,41 sekúndu. Hans besti tími er 25,18 sekúndur en Íslandsmet Arnar Arnarssonar er 24,05 sekúndur.

Kolbeinn Hrafnkelsson varð í 55. sæti í 50 m baksundi er hann synti á 26,10 sekúndum. Hann var nokkuð frá sínu besta í greininni. Keppendur voru 107.

Kristófer Sigurðsson synti 400m skriðsundi á 3:53,43 mínútum en náði ekki að bæta sinn besta árangur.varð í 52. sæti af 80 keppendum.

Daníel Hannes Pálsson varð í 53. sæti í sömu grein. Hann synti á 3:57,25 mínútum en hann á best 3:54,90 mínútur. 

Örn Arnarson á Íslandsmetið í greininni sem er 3:48,83 mínútur.

Kristinn Þórarinsson keppti í 200 m fjórsundi og varð í 30. sæti á 2:02,24 sekúndum af  50 keppendum og var tölvert frá sínu besta.

 

Magnús Tryggvason tók saman

Til baka