Yfirlit eftir 4. mótsdag á HM25 í Doha
Eygló Ósk Gústafsdóttir varð í 27. sæti af 71 sundkonu sem skráðar voru til keppni í 50 metra baksundi. Eygló synti á tímanum 27,82 sekúndum. Eygló var tæpum 4/100 frá Íslandsmeti sínu og hálfri sekúndu frá því að komast í undanúrslitin.
Kristófer Sigurðsson keppti í undanrásum í 100 metra skriðsundi þar sem hann endaði í 64. sæti af 162 á tímanum 50,93 sekúndum.
Kristinn Þórarinsson keppti í 100 metra fjórsundi og varð í 50. sæti á tímanum 56,95 sekúndum og Kolbeinn Hrafnkelsson varð í 53. sætinu á 57,26 sekúndum og bætti sinn besta árangur um 0,71 sekúndu. 92 keppendur voru skráðir til keppni í 100 fjór.
Blönduð sveit Íslands varð í 13. sæti í 4x50 metra skriðsundi. Í íslensku sveitinni, sem synti á tímanum á 1.39,24 mínútum, voru þau Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Inga Elín Cryer, Kristófer Sigurðsson og Eygló Ósk Gústafsdóttir. 26 sveitir voru skráðar til keppni.