Beint á efnisyfirlit síðunnar

Yfirlit eftir 4. mótsdag á HM25 í Doha

06.12.2014

Eygló Ósk Gúst­afs­dótt­ir varð í 27. sæti af 71 sundkonu sem skráðar voru til keppni í 50 metra baksundi. Eygló synti á tím­an­um 27,82 sek­únd­um. Eygló var tæp­um 4/​100 frá Íslands­meti sínu og hálfri sek­únd­u frá því að kom­ast í undanúr­slit­in.

Kristó­fer Sig­urðsson keppti í und­an­rás­um í 100 metra skriðsundi þar sem hann endaði í 64. sæti af 162 á tím­an­um 50,93 sek­únd­um.

Krist­inn Þór­ar­ins­son keppti í 100 metra fjórsundi og varð í 50. sæti á tím­an­um 56,95 sek­únd­um og Kol­beinn Hrafn­kels­son varð í 53. sæt­inu á 57,26 sek­únd­um og bætti sinn besta ár­ang­ur um 0,71 sek­úndu.  92 keppendur voru skráðir til keppni í 100 fjór.

Blönduð sveit Íslands varð í 13. sæti í 4x50 metra skriðsundi. Í ís­lensku sveit­inni, sem synti á tím­an­um á 1.39,24 mín­út­um, voru þau Davíð Hildi­berg Aðal­steins­son, Inga Elín Cryer, Kristó­fer Sig­urðsson og Eygló Ósk Gúst­afs­dótt­ir.  26 sveitir voru skráðar til keppni.

Myndir með frétt

Til baka