Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lokadagur HM, Íslandsmet hjá Hrafnhildi og landsmet í boðsundi

07.12.2014

Hrafn­hild­ur Lúth­ers­dótt­ir setti nýtt Íslands­met í morgun þegar hún synti 200 metra bringusund á HeM25 í Doha.  Hún synti á tím­an­um 2.22,69 mín­út­um og bætti eigið Íslands­met um 1,01 sek­úndu en það var frá því í lok ág­úst á þessu ári þegar hún keppti á sama stað í WorldCup. Hún varð í 17. sæti af 42 kepp­end­um.

Daní­el Hann­es Páls­son synti 200 metra flugsund á tím­an­um 2.02,94 mínútum og bætti sig um 0,92­ sekúndur og varð í 41. sæti af 52 kepp­end­um.

Davíð Hildi­berg Aðal­steins­son fór svo 200 metra baksund á 2.00,07 mínútum og bætti sig um 2,34­ sekúndur og varð í 33. sæti.

Krist­inn Þór­ar­ins­son varð í 40. sæti af 59 kepp­end­um í sama sundi en hann synti á 2.03,17 mín­út­um.

Karla­sveit Íslands lauk svo keppni fyrir Ísland á mótinu með því að setja lands­met í 4 x 100 metra fjór­sundi.  Sveit­in synti á tím­an­um 3.43,16 mín­út­um og varð í 18. sæti af 23 þjóðum. Sveit­ina skipuðu þeir Davíð Hildi­berg Aðal­steins­son sem fór fyrsta sprett á 54,63 sekúndum (baksund), Krist­inn Þór­ar­ins­son fór annan sprett á 1:03,13 mínútum (bring­u­sund), Daní­el Hann­es Páls­son fór þriðja sprett á 55,03 sekúndum (flugsund) og Kristó­fer Sig­urðsson synti síðasta sprettinn á 50,37 sekúndum (skriðsund).

Eins og áður segir var þetta lokagrein íslenska liðsins á Heimsmeistararmótinu í 25 metra laug sem lýkur í dag í Qatar.  Árangur okkar fólks var mjög góður ef tekið er mið af Íslandsmetum og bætingum einstaklinga, en ljóst er að við þurfum að taka okkur á ef við ætlum að halda í við þróunina á heimsvísu.  

Þeir Jacky Pellerin landsliðsþjálfari og Klaus Jürgen-Ohk þjálfari hafa farið fyrir liðinu úti´i Qatar og staðið sig vel.

Til baka