NMU hefst á föstudaginn í Svíþjóð
Tíu keppendur halda í fyrramálið til Väsby í Svíþjóð til þátttöku á Norðurlandameistaramóti Unglinga ásamt Eðvarði Þór Eðvarðssyni og Magnúsi Tryggvasyni sem munu sjá um þjálfun og fararstjórn. Ferðalagið verður þægilegt þar sem dvalarstaður þeirra og sundlaugin eru einungis í um 15 mínútna fjarlægð frá flugvellinum á bíl. Keppni hefst á föstudagsmorgun og stendur til sunnudags. Hér að neðan má sjá greinaröðun og tímasetningar mótsins, ásamt lista yfir keppendur og greinar þeirra.
Keppendur Íslands á NMU 2014 í Svíþjóð:
Þröstur Bjarnason, ÍRB - 400m og 1500m skriðsund, 400m fjórsund
Baldvin Sigmarsson, ÍRB - 100m og 200m bringusund, 200m og 400m fjórsund og 200m flugsund
Hafþór Jón Sigurðsson, SH - 200m, 400m og 1500m skriðsund
Arnór Stefánsson, SH - 100m, 200m og 400m skriðsund
Karen Mist Arngeirsdóttir, ÍRB - 50m, 100m og 200m bringusund
Bryndís Bolladóttir, Óðinn - 50m, 100m og 200m skriðsund, 50m flugsund
Íris Ósk Hilmarsdóttir, ÍRB - 50m og 100m baksund, 200m og 400m fjórsund
Harpa Ingþórsdóttir, SH - 100m, 200m, 400m og 800m skriðsund
Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, ÍRB - 400m og 800m skriðsund, 400m fjórsund
Katarína Róbertsdóttir, ÍRB - 100m og 200m baksund
Keppt er í aldursflokkunum:
Junior (strákar fæddir 1997-1998, stelpur fæddar 1999-2000)
Pre Senior (Strákar fæddir 1994-1996, stelpur fæddar 1996-1998).
Morgunhlutar hefjast kl. 8:30 alla daga og úrslit seinni partinn kl. 16:30 (Íslenskur tími)
Fylgist með um helgina hér á heimasíðunni og á Facebook!