Gleðilegt ár 2015
31.12.2014Stjórn og starfsfólk Sundsambands Íslands óskar þess að við eigum öll framundan gleðilegt og árangursríkt nýtt ár. Við þökkum kærlega fyrir skemmtilegt og gefandi samstarf á liðnum árum og hvetjum alla sem hafa áhuga á sundíþróttum að prófa eitthvað nýtt á árinu 2015. Af nógu er að taka, dýfingar, sundknattleikur, samhæfð sundfimi, víðavatnssund sem sumir vilja kalla sjósund og svo auðvitað sundaðferðirnar fjórar. Vonandi verða áramótin ykkur skemmtileg hvatning til góðra verka á nýju ári.
Til baka