Nýárssundmót fatlaðra
03.01.2015Nýárssundmót fatlaðra barna og unglinga fór fram í Laugardalslaug í dag. Mótið fór vel fram og margir sem náðu persónulegum metum. Sjómannsbikarinn vann að þessu sinni Davíð Þór Torfason úr Sunddeild Fjölnis fyrir 50 metra skriðsund. Hann fékk 542 stig fyrir það sund. Það voru Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra sem afhentu honum bikarinn.