Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ágúst Júlíusson íþróttamaður Akraness 2014

11.01.2015Ágúst Júlíusson Sundfélagi Akraness var kjörinn Íþróttamaður Akraness sl. föstudag.  Í frétt á ia.is segir eftirfarandi um kjörið: "Ágúst Júlíusson var í kvöld kjörinn íþróttamaður Akraness fyrir árið 2014. Ágúst hefur stundað sund frá unga aldri og margoft orðið Íslandsmeistari. Oftsinnis hefur hann verið valinn til keppni erlendis fyrir Íslands hönd á sínum sundferli. Á Íslandsmeistaramótinu í 50 m laug setti hann Akranesmet og varð Íslandsmeistari í 50 m flugsundi. Á sama móti varð hann í 2. sæti í 100m flugsundi, aðeins hársbreidd frá gullverðlaunum. Hann kom, sá og sigraði á ÍM 25. Þar synti hann mun betur en nokkurn hafði órað fyrir nýrisinn upp úr meiðslum. Hann varð tvöfaldur Íslandsmeistari í 50m og 100m flugsundi og setti tvö Akranesmet. Hann var einnig mjög nálægt lágmörkum fyrir Heimsmeistaramótið í 25m laug í 50m flugsundi."

Til hamingju Gústi með titilinn

Til baka