Tvö mótsmet í dag á RIG
17.01.2015
Til bakaNú rétt í þessu var þriðja hluta RIG að ljúka og voru þar sett tvö mótsmet.
Í 200m baksundi synti Kristinn Þórarinsson á tímanum 2.08,15 og bætti þar sitt eigið met frá því 2012 en það var 2.10,83.
Í 200m flugsundi var að verki Sindri Þór Jakobsson en hann syndir með BS/Delfana í Noregi. Hann fór á 2.04,98 en gamla metið, 2.08,12, átti Alexander Skeltved frá árinu 2009.
Úrslitahlutanum í dag seinkaði um tæpan klukkutíma þegar ljósa- og dælukerfi laugarinnar bilaði en á endanum náðist allt í gang og mótið gekk vel eftir það.
Mótinu lýkur á morgun en keppni hefst í undanrásum kl. 9:15.