RIG 2015 lokið - 3 mótsmet í dag
Sundkeppnin á Reykjavík International Games (RIG) kláraðist nú seinnipartinn í dag.
Sindri Þór Jakobsson, BS/Delfana bætti 6 ára gamalt mótsmet Norðmannsins Alexanders Skeltved í 200m fjórsundi þegar hann kom í bakkann á 2.07,87. Gamla metið var 2.10,40. Hann bætti einnig metið í 100m flugsundi. Hann synti þar á 55,31 en gamla metið átti Hjörtur Már Reynisson, KR, 56,28 frá árinu 2008.
Kristinn Þórarinsson úr Fjölni bætti mótsmetið í 100m baksundi þegar hann synti á 57,68 en gamla metið var 58,14 og var í eigu Norðmannsins Kim Torry Simmenes frá árinu 2008. Kristinn bætti einnig mótsmetið í 50m baksundi í gær þegar hann sigraði greinina á tímanum 26,62. Gamla metið var 26,65, einnig í eigu Kim Torry Simmenes frá 2008.
Við þökkum þeim sem störfuðu á mótinu kærlega fyrir samstarfið.