Lágmörk fyrir komandi sundmót
05.02.2015
Íslandsmeistaramótið í 50m laug verður haldið helgina 10.-12. apríl í Laugardalslaug. Mótið verður notað sem æfingamót fyrir Smáþjóðaleikana en þeir verða haldnir í Laugardalnum fyrstu vikuna í júní á þessu ári.
Aldursflokka- og Unglingameistaramót Íslands verður haldið á Akureyri í Sundlaug Akureyrar helgina 26.-29. júní í samstarfi við Sundfélagið Óðinn.
Mótin verða keyrð á Splash og má sjá öll lágmörk hér.
Þá minnum við á heimasíður mótanna - ÍM50 og AMÍ/UMÍ en þær verða uppfærðar þegar nær dregur.