Góðar fréttir af Ingibjörgu Kristínu
09.02.2015
Til bakaIngibjörg Kristín Jónsdóttir, sundkona úr SH, gerði það gott um helgina en hún stundar nám og æfir í Arizona. Ingibjörg sigraði 100 yarda baksund á svokölluðu Dual móti háskólanna þegar hún synti á 52,96 og er það 25. besti tíminn í Bandaríkjunum þessa stundina.
Árangurinn ætti einnig að gefa henni keppnisrétt á NCAA - Bandaríska háskólameistaramótið sem haldið er í lok mars.