Lágmörk fyrir Evrópuleikana 2015
10.02.2015
Til bakaLágmörk hafa verið gefin út fyrir Evrópuleikana sem haldnir eru í Baku í Azerbaijan í júní. Sundið fer fram 23. - 27. júní. Mótið er nýtt á nálinni og hefur LEN ákveðið að fella Evrópumeistaramót Unglinga saman við leikana en þeir eru haldnir á vegum Alþjóða ólympíunefndarinnar.
Gjaldgeng eru sundkonur fæddar 1999 og 2000 og sundmenn fæddir 1997 og 1998. Ísland má senda fjóra keppendur á mótið en þeir þurfa að ná lágmörkunum í síðasta lagi á ÍM50 10.-12. apríl.