Góður árangur hjá Antoni
02.03.2015Anton Sveinn McKee úr Sundfélaginu Ægi tók þátt í SEC, Southeastern Conference háskóladeildinni í USA sem jafnframt er sterkasta deildin, mótið fór fram dagana 17 til 21 febrúar.
Anton synti 500 jarda skriðsund á tímanum 4.14.98 (B- lágmark á NCAA) varð þriðji og bætti sig um rúmar þrjár sek.
Hann synti einnig100 jarda bringusund á tímanum 52,67 og hafnaði í fimmta sæti. Í 200 jarda bringu fór hann á tímanum 1.52,92 ( A lámark á NCAA) varð þriðji.
Boðsundsveit Alabama í 400 fjór jarda sundi varð SEC meistari á tímanum 3.11,16 nýtt SEC met og skólamet og A lámark fyrir NCAA. Þessi tími er sá hraðasti í Bandaríkjunum í dag. Anton Sveinn synti bringusund í sveitinni og fór á tímanum 51,95.
Lokamót NCAA háskólana verður haldið í lok mars
Til baka