Anton á pall á NCAA
28.03.2015Anton Sveinn og félagar hans í boðsundsveit Alabama höfnuðu í þriðja sæti í 4x100 yarda fjórsundi á NCAA sem fram fór á fimmtudaginn.
NCAA er lokamót háskólanna í Bandaríkjunum sem fer fram í Iowa City dagana 26. – 28. mars.
Anton synti bringusundið í boðsundinu á 52.37.
Anton er annar Íslendingurinn sem kemst á pall á NCAA mótinu, en Ragnheiður Runólfsdóttir náði því einnig þegar hún var við nám í Alabama.
Anton Sveinn synti einnig 500 jarda skriðsund á tímanum 4.16,47 og endaði í
17. sæti einu sæti frá B úrslitum.
Á föstudag syndir hann 100 jarda bringusund og laugardag 200 jarda bringusund
Til baka