Beint á efnisyfirlit síðunnar

ÍM50 hefst í fyrramálið

09.04.2015

Íslandsmeistaramótið í 50m laug verður haldið núna helgina 10.-12. apríl í Laugardalslaug. Í ár er mótið notað sem æfingamót fyrir Smáþjóðaleikana sem haldnir verða hér í Reykjavík í byrjun júní.

Samtals eru 145 keppendur skráðir til leiks, 87 konur og 58 karlar frá 15 liðum.

Keppt er í undanrásum og úrslitum hvern dag og hefjast undanrásir kl. 10 að morgni hvers dags og úrslit kl. 17:30 á föstudag og laugardag en á sunnudag hefjast úrslitin klukkutíma fyrr. 

Nánari upplýsingar um mótið s.s. greinaröðun og bein úrslit má finna á ÍM50 síðunni á heimasíðu Sundsambandsins:
http://www.sundsamband.is/sundithrottir/sundmot/im-50/

Til baka