Fær Phelps keppnisheimild á HM í sumar?
Eins og áður hefur verið sagt frá hér á síðunni er Michael Phelps í keppnisbanni á alþjóðlegum mótum hjá bandaríska sundsambandinu vegna ítrekaðrar neyslu vímuefna. Hann hefur þó fengið heimild til að keppa í Bandaríkjunum. Samkvæmt mbl.is er FINA, Alþjóðasundsambandið, að íhuga að bjóða Phelps þátttöku á HM50 í Kazan í sumar. Hvernig FINA kemur því heim og saman meðan Phelps er undir keppnisbanni heimasambandsins er ekki vitað, en orðrómur um fundi framkvæmdastjóra FINA og forsvarsmanna bandaríska sundsambandsins ýtir undir þessar getgátur. Þess má geta að forseti FINA dr. Julio Maglione er frá Suður Ameríku og þarf að reiða sig á stuðning Bandaríkjanna á þingi FINA til að geta haldið stöðu sinni. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með því hvernig FINA og bandaríska sundsambandið leysa þenana hnút.