Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundfélag Hafnarfjarðar Íslandsmeistarar garpa 2015

25.04.2015

Íslandsmeistaramóti Garpa lauk nú rétt í þessu í Vestmannaeyjum þegar 4x50m fjórsundi lauk.

Sundfélag Hafnarfjarðar stóð uppi sem sigurvegari í stigakeppni félaganna og hlutu að launum farandbikar en þann bikar hafa SH-ingar nú unnið þrisvar í röð og fá hann því til eignar.

Eftir góðan árangur í lauginni þá er nú haldið á lokahóf í Höllinni.

Stigakeppni félaganna á IMOC 2015

Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt, sundfólki, þjálfurum, starfsmönnum og öðru fylgdarliði - þetta er búin að vera frábær helgi.

 

Til baka