2 Íslendingar í öllum úrslitum í dag
Annar dagur á Smáþjóðaleikunum er nú hálfnaður hjá okkur í lauginni og undanrásirnar búnar.
Fyrst er rétt að nefna það að Hrafnhildur Lúthersdóttir náði A-lágmarki á Ólympíuleikana í Rio 2016 í 200m fjórsundi í gær með tímann 2:13,83 en lágmarkið er 2:14,26. Til hamingju Hrafnhildur!!
Samantekt eftir undanrásir í lauginni í morgun.
100m. baksund kvenna
Ingibjörg Kristtín Jónsdóttir 1:04,98mín. fyrst inn í úrslit.
Eygló Ósk Gústafsdóttir 1:05,47mín. og er 2. inn í úrslit.
400m. skriðsund kvenna
Sunneva Dögg Friðriksdóttir 4:29,08mín. og er 3. inn í úrslit,
Inga Elín Cryer 4:30,43mín. og er 4. inn í úrslit.
400m. skriðsund karla
Kristófer Sigurðsson 4:12,72mín. og er 7. inn í úrslit.
Birkir Snær Helgsason 4:19,11mín. og er 8. inn í úrslit.
100m. flugsund kvenna
Bryndís Rún Hansen 1:03,03mín. og er fyrst inn í úrslit.
Jóhanna Gerða Gústafsdóttir 1:03,75mín og er 2. inn í úrslit.
Að auki synda eftirtaldir í beinum úrslitum í kvöld
100m baksund karla
Kristinn Þórarinsson og Kolbeinn Hrafnkelsson
100m flugsund karla
Ágúst Júlíusson og Daníel Hannes Pálsson
200m bringusund kvenna
Hrafnhildur Lúthersdóttir og Karen Mist Arngeirsdóttir
200m bringusund karla
Anton Sveinn McKee og Viktor Máni Vilbergsson
Við fengum hressa krakka frá nokkrum grunnskólum sem settu mikinn svip á stúkuna í morgun og þökkum við kærlega fyrir heimsóknina. Það er ómetanlegt að fá svona stuðning.
Úrslit hefjast 17:30 og standa til 19:30.